top of page
  • Facebook
  • Instagram

SJÚKRASKÓSMIÐUR OG VERKSTÆÐI Á AKUREYRI

IMG_0793.JPG
SKÓSMIÐURINN OG ÁLFARNIR

GÖNGUGREINING

Komdu til okkar í göngugreiningu.

Einar Stefánsson er sjúkraskósmiðameistari með yfir 30 ára reynslu í faginu. Hann tekur vel á móti þér í göngugreiningu. 

Í göngugreiningu er skoðað hvernig álag er á fótum þegar gengið er. 

Einar skoðar hvort fótleggir séu mislangir og hvort að það sé skekkja í hælum ökklum eða hnjám. Göngugreinig getur verið hjálp við t.d. verkjum í baki, hnjám eða þreytuverkjum í fótum. 

Einar gerir sérsmíðuð innlegg fyrir þig eftir hans greiningu.

IMG_F9BCFC0E8A6B-1.jpeg
IMG_6173 2.JPG

K.B. HEILSUINNISKÓR 

K.B. Heilsuinniskórnir hafa verið framleiddir í yfir 30 ár á Akureyri og eru enn framleiddir hjá Skósmiðnum og Álfunum ehf. 

K.B heilsuinniskórnir eru íslensk hönnun og gæða framleiðsla. Inniskórnir eru nú til í nokkrum litum, bæði með og án nuddpunkta. Skórnir veita góðan stuðning við ilina og góða skál utan um hælinn sem heldur manni á réttum kili.

 Komdu við í Freyjunesi og skoðaðu úrvalið! 

UM OKKUR

Einar Stefánsson er lærður sjúkraskósmíðameistari með yfir 30 ára reynslu í faginu. Einar lærði fyrst hjá Kolbeini Gíslasyni í Lækjargötunni í Reykjavík og fór svo til Danmerkur og tók meistaraprófið þar. Einar hefur unnið hjá Stoðtækni og Stoð í Hafnarfirði og var svo í 16 ár í Danmörku þar sem hann var að vinna í faginu og hefur hann náð sér í víðtæka reynslu innan fagsins í Danmörku og á Íslandi. ​

 

Einar og Lára keyptu og tóku við Skósmiðnum og álfunum ehf á Akureyri þann 1. april 2022. það hefur verið tekið vel á móti þessari þjónustu sem við veitum. ​

 

Við erum með opið mánudaga - fimmtudaga frá 10-17, föstudaga frá 10-16 og skilaboðin á Messenger eru alltaf opin. Komdu við í Freyjunesi 8 eða sendu á okkur línu.

 

Við hlökkum til að taka á móti þér. 

bottom of page