Heilsuinniskór með nuddpunktum

Vönduð íslensk framleiðsla, unninn úr gæða leðri. Grænum nuddpunktum í sólanum er ætlað veita  létt nudd undir iljarnar, meðal annars í þeim tilgangi að auka blóðflæði. Inniskórnir eru einstaklega léttir og gerir fótform sólans og skálarlaga hællinn þá stöðuga.

Þessir inniskór eru framleiddir fyrst og fremst í svörtu, hvítu og brúnu en það er einnig hægt að sérpanta þá í rauðu, grænu eða bláu. Þess má þá geta að sérpantaðir litir eru dýrari. Endilega sendið fyrirspurnir á hofy [hjá] skosmidurinn.is