Heilusinniskór án nuddpunkta

Vönduð íslensk framleiðsla, unnin úr gæða leðri.  Inniskórnir veita mýkt, höggdempun og stuðning við ilina. Skórnir eru einstaklega léttir og gerir fótform sólans og skálarlaga hællinn þá stöðuga.

Þessir inniskór eru framleiddir fyrst og fremst í svörtu, hvítu og brúnu en það er einnig hægt að sérpanta þá í gulu, rauðu, grænu eða bláu. Þess má þá geta að sérpantaðir litir eru dýrari. Endilega sendið fyrirspurnir á hofy [hjá] skosmidurinn.is