Skósmiðurinn og álfarnir er fjölskyldufyrirtæki með það markmið að veita bestu mögulega þjónustu sem völ er á stór-norðurlandssvæðinu.

Þann 1. maí 2013 keypti Skósmiðurinn litla framleiðslufyrirtækið K.B. Skósmiðja sem hafði þá verið að framleiða heilsuinniskó í rúm 17 ár. Skórnir eru hönnun frá fyrrverandi eiganda, Kristni Bergssyni, og kom með honum þegar hann stofnaði fyrirtækið sitt en hann hafði þá unnið við skóhönnun og verkstjórn hjá Iðunn, Strikinu og Skrefinu. Hægt er að lesa meira um sögu framleiðslunnar hérna.

Það var svo í ársbyrjun 2014 að keyptur var rekstur skóverkstæðisins Kollidoor á Akureyri og hóf Skósmiðurinn og Álfarnir rekstur sinn þar þann 6. janúar 2014, í Hafnarstræti 88. Í verslun og verkstæði er hægt að koma með ýmislegt til viðgerðar og einnig hægt að fjárfesta í inniskónum okkar góðu.